29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. apríl 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) 173. mál - hraðari málsmeðferð og bætt réttarstaða þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þyrí Höllu Steingrímsdóttur frá Lögmannafélagi Íslands.

3) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Helga Jóhannsson og Hilmar Vilberg Gylfason frá Bændasamtökum Íslands og Gunnar H. Kristinsson og Guðmund Valsson frá Landmælingum Íslands.

4) 181. mál - almannavarnir Kl. 09:45
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

5) 389. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

6) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10